February 2025
Dags.: 25. febrúar 2025
Mitsubishi Motors Europe B.V. („MME“ eða „við“) býður þeim sem kaupa eða leigja Outlander, árgerð 2025, (vísað til sem „þú“ eða „aðaláskrifandi“) möguleika á að fá tengda ökutækjaþjónustu („þjónusta“) fyrir ökutækið eins og lýst er í þessum skilmálum Outlander („skilmálar“). Lestu þessa skilmála vandlega til að skilja þau skilyrði sem gilda um aðgang þinn að þjónustunni og notkun hennar, þ.m.t. í tengslum við öll tengd farsímaforrit. Þessir skilmálar mynda bindandi samning milli þín og MME. Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála skaltu ekki virkja þjónustuna. Ef þú hefur þegar virkjað þjónustuna en samþykkir ekki lengur þessa skilmála skaltu hafa samband við okkur til að gera hana óvirka.
Hafðu í huga að MME safnar ákveðnum gögnum úr ökutækinu þínu. Þessi gögn geta m.a. verið kílómetrafjöldi, villukóðar og önnur gögn sem tengjast ökutækinu, allt eftir aðstæðum, þar á meðal hvort þú hafir samþykkt þessa skilmála, virkjað þjónustuna, keypt eða endurnýjað áskrift, og þau geta í einhverjum tilfellum innihaldið upplýsingar um landfræðilega staðsetningu ökutækisins (eins og skilgreint er hér að neðan). MME safnar, notar, birtir og deilir þessum gögnum í samræmi við þessa skilmála, persónuverndaryfirlýsingu tengdrar ökutækjaþjónustu Outlander („persónuverndaryfirlýsing“) sem og lög, reglur og reglugerðir sem eru í gildi í landinu þar sem þú keyptir ökutækið. MME gæti einnig notað þessi gögn í markaðsskyni til að bjóða þér vörur og aðra þjónustu.
MME mun aðeins byrja að safna þessum gögnum eftir að þú samþykkir þessa skilmála.
Ef þú samþykkir þessa skilmála og ákveður seinna að þú viljir ekki að við söfnum eða notum einhver þessara gagna skaltu hætta við segja áskriftinni að þjónustupakkanum upp (eins og skilgreint er hér að neðan) eða hafa samband við okkur. Ef þú segir upp áskrift mun fjarvirknibúnaður ökutækisins þíns verða óvirkur (eins og skilgreint er hér að neðan). Þegar búnaðurinn er gerður óvirkur muntu hvorki geta hlotið þjónustu né virkjað nýja þjónustu lengur og öllum þjónustupökkum (eins og skilgreint er hér að neðan) sem þú hefur gerst áskrifandi að, hvort sem um er að ræða prufuáskrift eða greidda áskrift, lýkur samstundis.
Virkjun þjónustu. Þú getur aðeins fengið aðgang að þjónustu fyrir ökutækið þitt ef þú samþykkir þessa skilmála og virkjar þjónustuna, hvort sem er með prufuáskrift eða með því að kaupa þjónustupakkann. Þú getur samþykkt þessa skilmála í gegnum Mitsubishi Motors-farsímaforritið („farsímaforrit“) í snjallsímanum þínum eða öðru snjalltæki. Vísað er í samþykki á þessum skilmálum sem „samþykkja“ eða „samþykki“.
Í samþykkisferlinu, eða þegar þú hefur stjórnar reikningnum þínum fyrir tengda ökutækjaþjónustu („reikningur“) síðar, færðu tækifæri til að tilnefna aðra aðila sem hafa heimild til að nota þjónustuna („viðurkenndir notendur“) og til að gera breytingar á reikningnum þínum. Þú getur uppfært samskiptaupplýsingarnar þínar í farsímaforritinu. Lestu þessa skilmála til að skilja hvernig þú, viðurkenndir notendur, farþegar og aðrir sem kunna að nota ökutækið (sameiginlega nefnt „notendur ökutækisins“) geta notað þjónustuna.
Til þess að þjónustan virki sem skyldi þarf ökutækið þitt að vera með virkt rafkerfi (þar á meðal fullnægjandi hleðslu á rafhlöðu), þarf búnaðurinn (eins og skilgreint er hér að neðan) að vera virkur, starfa eðlilega og má ekki hafa skemmst við árekstur eða annað, þarf að vera kveikt á kerfum ökutækisins sem nauðsynleg eru til samskipta um farsímakerfi (þar á meðal SMS-skilaboð og gagnasendingar) og þurfa þau að virka sem skyldi og ökutækið og snjallsíminn eða annað tæki sem þú notar fyrir farsímaforritið (ef við á) þurfa að vera á svæði þar sem þau hafa aðgang að farsímakerfum sem þjónustan notar.
Þjónustan reiðir sig á fjarvirknistjórnbúnað („búnaðurinn“) sem settur er upp í ökutækinu í verksmiðju og getur haft samskipti við kerfi ökutækisins og sent og móttekið upplýsingar um farsímakerfi. Til að veita þjónustuna safnar MME ákveðnum gögnum frá þér og notendum ökutækisins (t.d. samskipti þín við söluaðilann sem þú keyptir eða leigðir ökutækið af („söluaðilinn“), úr farsímaforritinu eða þegar þú hefur samband við okkur) og úr ökutækinu þínu í gegnum búnaðinn. Með því að samþykkja að hljóta þjónustuna samþykkir þú notkun búnaðarins og þessa skilmála fyrir þína hönd og allra notenda ökutækisins, þar á meðal söfnun og notkun gagnanna (m.a. söfnun gagna ökutækisins eins og lýst er hér að ofan) eins og lýst er í þessum skilmálum og persónuverndaryfirlýsingunni.
Tengd ökutækjaþjónusta Mitsubishi (þjónustan) felur í sér fjartengda þjónustu, öryggisþjónustu og snjallviðvaranir, sem eru aðeins veittar með áskrift.
Þjónustan sem lýst er hér að neðan er í boði á grundvelli áskriftar að „pakka“ („þjónustupakki“). Ítarlegar upplýsingar um þá þjónustu sem felst í þjónustupakkanum og hvernig hún virkar er að finna í handbók ökutækisins sem MME („eigendahandbókin“).
FJARTENGD ÞJÓNUSTA
ÖRYGGISÞJÓNUSTA
SNJALLVIÐVARANIR
2.1 Kaup á áskriftum; Prufuáskriftir
Þjónustupakkinn er í boði sem „áskrift“ í fimm ár („áskriftartímabil“). MME eða söluaðili gæti boðið þér áskrift að þjónustupakkanum í einhvern tíma án endurgjalds þegar þú kaupir eða leigir nýtt ökutæki. Þessi tegund áskriftar kallast „prufuáskrift“ og tíminn sem hún er veitt í kallast „prufutímabil“. Þú þarft að samþykkja þessa skilmála til að fá prufuáskrift að þjónustu, jafnvel þótt þú þurfir ekki að greiða fyrir hana. Prufutímabil hefst á þeim degi sem þú samþykkir þessa skilmála (jafnvel þótt þú virkjir prufuáskriftina eftir þann dag) og lýkur þegar tímabili þjónustupakkans, sem var gefið upp þegar þú keyptir eða leigðir ökutækið, er liðið. Önnur áskriftartímabil hefjast þegar þú lýkur kaupum á áskrift. Þú og viðurkenndir notendur, sem þú hefur veitt slíka heimild, getið keypt og breytt áskriftum.
Nánari upplýsingar um áskriftar- og prufutímabil sem í boði eru fyrir þjónustupakkann má nálgast hjá söluaðila, í farsímaforritinu eða með því að hafa samband við okkur.
2.2 Endurnýjun
Þú getur framlengt áskriftartíma þjónustupakkans með því að endurnýja áskriftina þína eins og lýst er í þessum skilmálum („endurnýjun“). MME eða samstarfsaðilar þess munu senda þér tilkynningu að minnsta kosti þrjátíu (30) dögum áður en áskriftin rennur út með því að nota reikningsupplýsingar þínar, hvort sem um er að ræða prufuáskrift, greidda áskrift eða endurnýjun. Þessi tilkynning mun innihalda upplýsingar um hvernig þú getur endurnýjað áskrift, verð og endurnýjunartímabil („endurnýjunartímabil“) sem í boði eru.
MME eða samstarfsaðilar þess geta boðið þér möguleika á að endurnýja áskrift sjálfkrafa við lok áskriftartímabilsins í tiltekinn tíma og fyrir tiltekið verð („sjálfvirk endurnýjun“). MME mun senda þér tilkynningu að minnsta kosti þrjátíu (30) dögum áður en sjálfvirk endurnýjun er framkvæmd með því að nota reikningsupplýsingarnar þínar. Ef þú velur þennan valkost og gefur upp gilt kreditkort samþykkir þú að MME geti framlengt áskriftina að þjónustupakkanum í umsaminn tíma og skuldfært á uppgefið kreditkort, nema þú segir upp áskriftinni og/eða sjálfvirku endurnýjuninni fyrir dagsetningu endurnýjunar. Þér ber skylda til að segja upp sjálfvirkri endurnýjun við sölu, leigu, flutning eða afhendingu ökutækisins (þar á meðal vegna þjófnaðs, skemmda vegna slyss eða annars tjóns) og þú berð ábyrgð á kostnaði sem innheimtur er á reikningnum þínum ef þú segir henni ekki upp.
2.3 Þjónustutímabil; Búnaður gerður óvirkur
Þegar þú skráir þig í áskrift að þjónustunni mun MME veita þá þjónustu sem er innifalin í þjónustupakkanum sem þú velur í viðeigandi áskriftar-, prufu- eða endurnýjunartímabil. Ef þú endurnýjar ekki (eða lýkur ekki við endurnýjun á) áskrift að þjónustupakka, eða hefur ekki valið sjálfvirka endurnýjun, og áskrift að þjónustunni er ekki sagt upp eða henni rift með öðrum hætti í samræmi við 3. kafla (Uppsögn og riftun), mun MME hætta að veita þá þjónustu sem innifalinn er í þjónustupakkanum við lok viðeigandi áskriftar-, prufu- eða endurnýjunartímabils. Þú þarft að endurvirkja búnaðinn í farsímaforritinu. Í ákveðnum tilvikum gætir þú þurft að heimsækja söluaðila til að endurvirkja búnaðinn.
2.4 Verð
Þú færð upplýsingar um verð fyrir áskrift að þjónustupakkanum, þar á meðal fyrir endurnýjun („áskriftargjöld“), áður en þú kaupir áskrift eða endurnýjar hana.
2.5 Greiðsla
Hægt er að kaupa og endurnýja áskrift í farsímaforritinu eða með því að hafa samband við okkur. Tekið er við flestum kredit- og debetkortum. Ef reikningsyfirlit yfir gjöld eða skuldfærslur sem innheimtar eru fyrir áskriftarþjónustu af eða í gegnum MME er rangt, verður þú eða viðurkenndur notandi að hafa samband við MME í gegnum eigendagáttina, farsímaforritið eða með því að senda póst á heimilisfangið sem tilgreint er í kafla 15.1 eins fljótt og auðið er eftir að tilkynning um innheimtu er send og veita upplýsingar um reikninginn þinn og útskýra hvers vegna þú telur að reikningsyfirlitið sé ekki rétt.
3.1 Uppsögn; Endurgreiðsla
Þú getur sagt upp hvaða áskrift sem er, hvenær sem er, í farsímaforritinu. Við munum reyna að hafa samband við þig með því að nota skráðar reikningsupplýsingar þínar til að staðfesta að heimild hafi fengist fyrir beiðninni. Ef þú staðfestir ekki beiðnina eða ef ekki næst í þig eftir að hafa reynt með öllum hætti, mun MME segja áskriftinni upp samkvæmt upphaflegu beiðninni. MME endurgreiðir þér hlutfallslega upphæð allra fyrirframgreiddra áskriftargjalda í kjölfar beiðni um uppsögn. Ef MME hættir að veita áskriftarþjónustu getur það endurgreitt þér hlutfallslega upphæð sem jafngildir virði þeirrar tilteknu áskriftarþjónustu sem hætt er að veita. Endurgreiðsla verður lögð inn á kreditkortið sem upphaflega var notað til að greiða áskriftargjaldið. Engar endurgreiðslur eru í boði fyrir prufuáskrift að þjónustu eða áskriftarþjónustu án sundurliðaðrar greiðslu.
3.2 Riftun
Ef þú eða annar notandi ökutækisins brýtur gegn þessum skilmálum getur MME sagt áskriftinni upp áður en viðeigandi áskriftartímabili lýkur með því að senda þér tilkynningu. MME mun beita öllum mögulegum aðferðum til að senda þér tilkynningu með því að nota reikningsupplýsingarnar þínar sem eru skráðar að minnsta kosti 10 virkum dögum áður en riftun tekur gildi; að því tilskildu að brot þitt eða notanda ökutækisins þíns á þessum skilmálum hafi eða geti haft veruleg áhrif á MME (þ.m.t. aðra viðskiptavini þess eða þjónustuveitendur), þá getur MME sagt upp einhverri eða öllum þjónustum þínum samstundis og getur einnig gert búnaðinn óvirkan. Ástæður fyrir riftun geta verið vanskil, misnotkun á þjónustu, notkun á þjónustu í ólöglegum eða ósiðlegum tilgangi, áreitni eða truflun á lögmætu athæfi annarra ökumanna eða truflun á starfsemi MME eða þjónustuveitenda þess. Frekari upplýsingar um ábyrgð þína með tilliti til þjónustunnar er að finna í 9. kafla. Þú getur haft samband við okkur til að andmæla að meint brot hafi átt sér stað.
3.3 Uppsagnarréttur
Sem neytandi hefurðu rétt til að segja upp þessum samningi án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan fjórtán (14) daga. Uppsagnarfresturinn rennur út eftir fjórtán (14) daga frá dagsetningu samningsins.
Til þess að nýta rétt þinn til uppsagnar þarftu að senda okkur ótvíræða yfirlýsingu um ákvörðun þína um að segja þessum samningi upp (t.d. með bréf- eða tölvupósti).
Til að uppsagnarfresturinn teljist virtur nægir að þér sendið tilkynningu yðar um að þér neytið réttar yðar til að falla frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út.
Ef þú segir þessum samningi upp sem neytandi munum við endurgreiða þér allar greiðslur sem okkur hafa borist frá þér, þ.m.t. afhendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði sem fellur til vegna vals á sérstökum afhendingarmáta öðrum en ódýrasta, staðlaða afhendingarmáta sem við bjóðum upp á), án ástæðulausrar tafar og í öllu falli eigi síðar en 14 dögum frá því að þú upplýstir okkur um ákvörðun þína að segja þessum samningi upp. Við munum endurgreiða þér á sama greiðslumáta og þú notaðir í upphaflegu viðskiptunum, nema þú hafir samþykkt annað sérstaklega; í öllum tilvikum þarftu ekki að bera neinn kostnað af þessari endurgreiðslu.
Ef þú óskaðir eftir því að virkja þjónustu á meðan á uppsagnartímanum stóð, þarftu að greiða okkur hlutfallslega í samræmi við þá þjónustu sem var veitt fram að því að þú upplýstir okkur um uppsögn þína á þessum samningi, samanborið við heildarumfang samningsins.
3.4 Réttur MME til að hætta að veita tengda þjónustu eða hluta hennar
MME áskilur sér rétt til að hætta að veita hluta þjónustu eða þjónustu í heild sinni hvenær sem er, ef áframhaldandi veiting hennar er ekki viðskiptalega ákjósanleg, ef nauðsynlegur aðgangur til að veita þjónustu, þ.m.t. fjarskiptaþjónusta, er ekki lengur fyrir hendi, ef veiting þjónustu brýtur í bága við gildandi lög eða af öðrum ástæðum að frumkvæði MME. MME er einnig heimilt að gera búnaðinn þinn óvirkan ef hætt er að veita þjónustu. MME mun beita öllum mögulegum aðferðum til að senda þér tilkynningu um slíkar aðgerðir með því að nota reikningsupplýsingarnar þínar sem eru skráðar, þ.m.t. lýsingu á þeirri þjónustu sem þér verður ekki veitt lengur, þeim sem þér verða áfram veittar og dagsetningu þegar áætlað er að hætta að veita þjónustuna. Ef MME hættir að veita áskriftarþjónustu sem þú hefur þegar greitt áskriftargjald fyrir mun MME endurgreiða þér hlutfallslega eins og lýst er í kafla 3.1 hér að ofan. MME, þar á meðal hlutdeildarfélög þess og samstarfsaðilar, bera enga bótaábyrgð umfram endurgreiðslu gagnvart þér eða viðurkenndum notendum fyrir að nýta rétt sinn samkvæmt þessum kafla 3.4.
3.5 Breytingar á þjónustu
Við áskiljum okkur rétt til að hætta að veita eða fjarlægja þjónustu sem tilgreind er í 1. kafla, til að breyta tiltækileika hennar, virkni, eiginleikum, umfangi og/eða tæknilýsingu, til að skipta henni út fyrir aðra eða samsvarandi þjónustu eða til að bæta öðruvísi eða nýrri þjónustu við, tímabundið eða varanlega (til dæmis vegna viðhalds, uppfærslu, endurbóta, o.s.frv.), án þess að tilkynna um slíkt fyrirfram. Við kunnum að láta þig vita af slíkum breytingum með tölvupósti og/eða í farsímaforritinu. Þú munt ekki eiga rétt á neinum skaðabótum (greiðslu eða annars konar) vegna slíkra breytinga.
Ef slíkar breytingar eru umfangsmiklar munum við láta þig vita í farsímaforritinu eða með tölvupósti. Ef þú hefur ekki sagt þjónustunni upp í samræmi við kafla 3.2 innan þrjátíu (30) almanaksdaga frá dagsetningu tilkynningar telst þú hafa samþykkt slíkar breytingar.
Þjónustan er aðeins veitt þér og tilgreindum heimiluðum notendum þínum. Ef þú selur, leigir, flytur eða missir ökutækið (þar á meðal eru missir vegna þjófnaðar eða eyðileggingar af völdum slyss eða annars slyss) fyrir lok viðeigandi áskriftartímabils mun MME hætta að veita þjónustuna þegar tilkynnt er um söluna, leiguna, flutninginn eða missinn og gera búnaðinn óvirkan til að stöðva sendingu sjálfgefinna gagna ökutækisins. „Síðari eigandi“ (þ.m.t. leigusali eða annar framsalshafi) ökutækisins getur keypt þjónustu í gegnum farsímaforritið eða með því að hafa samband við okkur. Áskrift að pakka sem síðari eigandi kaupir fellur undir gildandi útgáfu þessara skilmála.
Ef þú selur, leigir, flytur eða missir ökutækið þitt er það á þína ábyrgð að tilkynna MME tafarlaust og, ef við á, að hætta við sjálfvirka endurnýjun áskriftar. Að auki, ef þú selur, leigir eða flytur ökutækið þitt á annan hátt beint til síðari eiganda, er það á þína ábyrgð að tilkynna slíkum síðari eiganda um þessa skilmála, hvaða þjónustu þeir gætu fengið ef þeir ákveða að endurvirkja búnaðinn og fá þjónustuna og um gagnasöfnunina sem lýst er í þessum skilmálum og persónuverndaryfirlýsingunni. Þú berð alla ábyrgð og skaðabótaskyldu vegna hvers kyns notkunar á þjónustunni eða aðgangs síðari eiganda eða annars notanda að gögnum um ökutækið þitt og hvers kyns sjálfvirkrar endurnýjunar þar til þú tilkynnir MME um söluna, leiguna, flutninginn eða uppgjöfina. Þú getur sagt upp áskriftinni eins og fram kemur í lið 3.1.
Ef þú selur, leigir, flytur eða missir ökutæki þitt munum við halda áfram að safna gögnum (eins og skilgreint er hér að neðan) þar til okkur er tilkynnt um söluna, leiguna, flutninginn eða afhendinguna og þar til slíkar persónuupplýsingar verða reknar til þín.
Viðvörun: Til þess að þjónusta geti virkað sem skyldi verður ökutækið þitt að hafa virkt rafkerfi (þar með talið fullnægjandi rafhlöðuafl), tækið (eins og það er skilgreint hér að neðan) verður að vera virkt og starfa eðlilega og má ekki skemmast vegna áreksturs eða annars atburðar, kerfi ökutækisins sem nauðsynleg eru fyrir samskipti við farsímanet verða að virka rétt og mega ekki vera óvirk og ökutækið og, ef við á, snjallsíminn eða annað tæki sem þú notar til að fá aðgang að farsímaforritinu verður að vera á svæði þar sem þau hafa aðgang að farsímanetum sem þjónustan notar.
5.1 Öryggisþjónusta: Þjófavarnartilkynning
Ef þú gerist áskrifandi að viðvörunartilkynningarþjónustunni (aðeins í boði ef þú kaupir ökutæki með þjófnaðarviðvörun) í áskriftarþjónustupakkanum færðu tilkynningu með öllum þeim tilkynningaraðferðum sem þú hefur valið (t.d. með texta, tilkynningu í gegnum farsímaforritið þitt og tölvupóst) um að viðvörunarkerfi ökutækisins sé virkjað. Þegar viðvörunartilkynningin hefur verið virkjuð (þar á meðal hljóðmerkið) getur þú aðeins slökkt á viðvörun með því að nota „læsa hurðum“ hnappinn á lyklaborðinu þínu; þú verður að vera innan nokkurra feta frá ökutækinu þínu til að þetta virki. Ef ekki er slökkt á viðvöruninni munu allir eiginleikar viðvörunartilkynninga (þ.m.t. hljóðviðvörun) halda áfram að virka og rafhlaða ökutækisins gæti tæmst. Jafnvel eftir að hljóðmerkið hættir verða tilkynningarnar áfram sýnilegar í farsímaforritinu. Viðvörunartilkynningarþjónustan tryggir hvorki né ábyrgist að öll innbrot í ökutæki setji af stað tilkynningu og MME ber ekki ábyrgð á neinni vanrækslu á að setja af stað tilkynningu eða röngum tilkynningum.
5.2 Fjarstýringar- og þægindabúnaður
Ef þú gerist áskrifandi að fjarþjónustupakkanum hefur þú aðgang að eiginleikum sem gera þér kleift að fjarstýra eða fá upplýsingar frá ökutækinu þínu með farsímaforritinu eða með því að hafa samband við okkur, allt eftir eiginleikanum. Í notendahandbókinni er að finna lýsingu á þessari fjarþjónustu og hvernig á að nota hana. Fjarþjónustan virkar hugsanlega ekki sem skyldi vegna kerfisvandræða eða netaðstæðna. Í kafla 9.1 er að finna upplýsingar um aðra þætti sem geta haft áhrif á möguleika ökutækisins til að nota fjarþjónustu og í kafla 9.8 eru upplýsingar um ábyrgð þína á að fylgja öllum staðbundnum lögum þegar fjarþjónusta er notuð. Hvað varðar fjarstýrða læsingu/opnun hurða ættir þú að ganga úr skugga um að hurðir hafi brugðist á viðeigandi hátt við fjarskipuninni. Ef ekki er um bilun að ræða af hálfu MME ber MME ekki ábyrgð á tjóni eða meiðslum vegna bilunar í virkni fjarstýrðrar hurðarlæsingar/aflæsingar.
Aðaláskrifandinn (en ekki aðrir viðurkenndir notendur) getur sett ökutæki í persónuverndarstillingu með farsímaforritinu. Bíllinn verður áfram í persónuverndarstillingu þar til aðaláskrifandinn tekur hann úr persónuverndarstillingu. Á meðan ökutækið er í persónuverndarstillingu mun tækið ekki senda staðsetningu ökutækisins til þjónustuversins þegar kveikt eða slökkt er á ökutækinu og staðsetningin verður ekki tiltæk fyrir okkur, jafnvel þótt viðurkenndur notandi biðji eða reyni að nota „bílaleitara“ eða þjónustu stolins ökutækis til að finna ökutækið. Þar að auki getur þú áfram notað Geofence-aðgerðina eins og lýst er í eigendahandbókinni á meðan ökutækið er í persónuverndarstillingu.
6.1 Persónuverndaryfirlýsing
Í tengslum við notkun þjónustunnar eða farsímaforritsins eru persónuupplýsingar þínar unnar samkvæmt þeim skilyrðum sem lýst er í persónuverndaryfirlýsingu MME fyrir tengda ökutækjaþjónustu við Outlander, sem er aðgengileg [hér].
7.1 Samþykki fyrir notkun farsímagagna
Þjónustan er veitt með þráðlausri farsímaþjónustu, bæði í ökutækinu og í gegnum farsímaforritið. Með því að samþykkja að fá eða með því að nota þjónustuna veitir þú, fyrir þína hönd og fyrir hönd ökutækja notenda þinna, samþykki fyrir notkun á þessari fjarskiptaþjónustu.
7.2 Samþykki fyrir samskiptum
MME og þjónustuveitendur þess geta haft samband við þig í ökutækinu (til dæmis með símtali), með tölvupósti, SMS- eða textaskilaboðum eða í síma samkvæmt skráðum reikningsupplýsingum þínum, eða með farsímaforritinu í gegnum tilkynningar í farsímann þinn. Með því að veita MME þessar upplýsingar og með því að nota farsímaforritið samþykkir þú að haft verði samband við þig með þessum hætti, jafnvel þó að slík samskipti geti leitt til gjaldtöku fyrir þig fyrir notkun á tal-, SMS- eða textaskilaboðaþjónustu frá farsímafyrirtækjum þínum eða netþjónustuveitendum.
8.1 Landfræðilegar takmarkanir.
Þér er ljóst að þjónusturnar eru hannaðar og aðeins ætlaðar til notkunar í þeim löndum sem eru skráð á vefsíðu okkar á [LINK] á hverjum tíma („Tengd þjónustulönd“). Ef þú ferð með ökutækið þitt út fyrir tengd þjónustulönd kann þjónustan þín (þar á meðal búnaðurinn og/eða farsímaforritið) og/eða farsímaþjónustan sem þú þarft fyrir þjónustuna ekki að virka og viðbótarskilmálar og/eða gjöld kunna að eiga við um notkun þína á þjónustunni auk þessara skilmála og áskriftargjalda. MME ber ekki ábyrgð á neinum viðbótargjöldum sem þú kannt að þurfa að greiða frá þriðju aðilum, svo sem farsímaþjónustuveitanda þínum, vegna notkunar þinnar á þjónustunni utan tengdra þjónustulanda. Þar að auki skilur þú og samþykkir að allar persónuupplýsingar sem þú veitir kunna að vera fluttar til Evrópusambandsins eða annarra landa utan Evrópusambandsins og meðhöndlaðar í samræmi við persónuverndaryfirlýsinguna. Ef þú vilt ekki að upplýsingarnar þínar séu fluttar til eða unnið sé úr þeim á þennan hátt skaltu ekki nota þjónustuna. Nánari upplýsingar um að hvaða marki persónuupplýsingar þínar kunna að vera fluttar til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins er að finna í persónuverndaryfirlýsingu okkar.
8.2 Engar úthringingar
Þú skilur að þú getur ekki hringt úr ökutækinu þínu (annað en símtal úr ökutækinu) eða notað ökutækið þitt til að taka á móti símtölum frá öðrum en PSAP-aðilum (Public Safety Answering Point, eða neyðarlínu). Farsímanúmerið sem tengist ökutækinu þínu er ekki birt í neinni skrá og er aðeins birt MME og þjónustuveitendum þess. Við munum ekki deila því með þér. Það brýtur í bága við þessa skilmála að reyna að finna þetta farsímanúmer eða nota það í tilgangi sem er ekki leyfður í þessum skilmálum.
8.3 Takmarkanir GPS- og farsímakerfa
Þjónustan starfar með GPS-kerfi (e. Global Positioning System) sem notar gervihnattamerki til að áætla staðsetningu ökutækisins og notar þráðlausa farsímanetþjónustu til að senda þessar upplýsingar til þjónustuversins. Ýmsir þættir geta haft áhrif á framboð eða nákvæmni GPS-tækja og farsímaþjónustu, þar á meðal landslag, fjarlægð frá farsímaturnum, þrengsli í farsímaneti, veðurskilyrði eða landareignir sem loka fyrir aðgang að merkjum um gervihnött eða farsímaturn, svo sem göng, hæðótt svæði, neðan vegslóða eða þéttar byggingar eða skóg. MME GETUR EKKI ÁBYRGST AÐ SLÍK ÞJÓNUSTA VIRKI ALLS STAÐAR, SÉRSTAKLEGA Á AFSKEKKTUM EÐA LOKUÐUM SVÆÐUM, EÐA Í ÖLLUM ÖKUTÆKJUM ÖLLUM STUNDUM.
8.4 Viðhald kerfis og þráðlausar uppfærslur
Við og þjónustuveitendur sem vinna með okkur að því að bjóða upp á þjónustuna þurfum að framkvæma viðhald á kerfum okkar af og til, sem gæti tímabundið dregið úr eða truflað framboð á þjónustu. Þegar við erum aðilinn sem sinnir viðhaldinu munum við reyna að takmarka vinnu okkar við þá tíma dagsins þegar notkun á þjónustu er almennt lítil (og við biðjum samstarfsaðila okkar um að gera slíkt hið sama) en í neyðartilvikum gætum við eða samstarfsaðilar okkar þurft að grípa til aðgerða á venjulegum notkunartíma. HVORKI VIÐ NÉ SAMSTARFSAÐILAR OKKAR BERUM NOKKRA ÁBYRGÐ Á ÞVÍ AÐ ÞÚ HAFIR EKKI AÐGANG AÐ EÐA NOTIR ÞJÓNUSTU MEÐAN Á ÞESSU VIÐHALDSTÍMA STENDUR.
Við gætum einnig þurft að senda hugbúnaðaruppfærslur í búnaðinn þinn af og til, svo sem til að leiðrétta villur, til að bæta þjónustu eða til að takast á við öryggisvandamál. Við munum hugsanlega senda þessar uppfærslur án þíns samþykkis en við reynum í góðri trú að tilkynna þér fyrirfram um slíkar breytingar og þau áhrif sem þær kunna að hafa, sérstaklega ef við teljum að uppfærslan muni eða gæti dregið úr framboði á þjónustu á tilteknu tímabili eða gæti truflað öll gögn sem þú hefur sett inn í kerfið fyrir þjónustuna eða allar stillingar sem þú hefur valið í ökutækinu þínu, í farsímaforritunum þínum eða á reikningnum þínum. Á MEÐAN HUGBÚNAÐUR BÚNAÐARINS ER UPPFÆRÐUR GETURÐU HUGSANLEGA EKKI NOTAÐ ÞJÓNUSTUNA Á NOKKURN HÁTT FYRR EN HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUNNI ER LOKIÐ.
8.5 Breytingar á tækni
Rekstraraðilar GPS-þjónustu og farsímaneta geta gripið til aðgerða í því skyni að uppfæra búnað þeirra og tækni þannig að það verði ekki lengur samhæft við ökutækið þitt. Þó að við höfum gert eðlilegar varúðarráðstafanir til að hanna búnaðinn og ökutækið til að vera í samræmi við þekktar þróunaráætlanir GPS- og farsímakerfisþjónustuveitenda getum við ekki ábyrgst að þjónustan verði áfram tiltæk ef slíkar breytingar eiga sér stað og við tökum enga ábyrgð á tapi á þjónustu. Ef þú telur að slíkar breytingar á þjónustunni vegna aðgerða þjónustuveitenda farsímaneta eða yfirvalda sem bera ábyrgð á GPS-kerfinu dragi úr verðmæti þjónustunnar (eða ökutækisins) samþykkir þú að eina úrræðið sé að hætta segja upp öllum áskriftum, eins og kveðið er á um í kafla 3.1.
8.6 Aðrir þættir utan sem MME hefur ekki stjórn á
Við og samstarfsaðilar okkar berum ekki ábyrgð á töfum eða misbresti í framkvæmd þjónustunnar ef ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíka bilun eða töf með raunhæfum varúðarráðstöfunum, þar á meðal þegar slík bilun eða töf stafar af náttúruvá eða öflum eða orsökum sem við höfum ekki stjórn á. Sem dæmi má nefna bilun í almannaþjónustu, farsímaþjónustu eða GPS-þjónustu, bilun hjá þriðju aðilum sem ekki eru undir okkar stjórn, stríðsaðgerðir, aðgerðir stjórnvalda, hryðjuverk, borgaralegar truflanir, skort á vinnuafli eða erfiðleika (án tillits til ástæðna), veðuratburði eða bilun í búnaði, þar á meðal net-, tölvu-, fjarskipta- eða öðrum búnaði eða tæknibilun.
8.7 Nákvæmni niðurstaðna
MME ábyrgist engar niðurstöður eða nákvæmni neinna niðurstaðna sem þú kannt að fá frá þjónustunni, þar á meðal, en takmarkast ekki við, neina staðsetningu sem þjónustan reiknar út.
9.1 Viðhald ökutækis; djúpsvefnstilling
Þú berð ábyrgð á því að halda ökutækinu þínu og kerfum þess sem nauðsynleg eru fyrir þjónustuna fullhlöðnum og í góðu ásigkomulagi. Söluaðili þinn getur gefið þér ráð um hvaða viðhalds er þörf í þessum tilgangi og útvegað þér slíkt viðhald. Ef þú ætlar að setja upp hljóðbúnað til að skipta út búnaði sem fylgir ökutækinu þínu er það á þína ábyrgð að tryggja að nýi búnaðurinn trufli ekki virkni þjónustunnar, þar á meðal getu ökutækisins til að taka á móti og senda út símtöl frá PSAP. Hafðu samband við söluaðila þinn ef þú hefur einhverjar spurningar um samhæfi búnaðar frá þriðja aðila. Ef þú ræsir ekki og keyrir ökutækið í langan tíma (hér er oftast átt við 5 daga eða lengur) er ökutækið hannað til að setja fjarskiptakerfin í „djúpan svefn“ til að spara rafhlöðuorku. Þú getur aðeins vakið ökutækið úr djúpum svefnham með því að ræsa ökutækið. Þegar ökutækið er í djúpsvefnstillingu getur það ekki tekið á móti neinum merkjum frá farsímaforritinu eða framkvæmt fjarþjónustu.
9.2 Rétt notkun þjónustunnar
Þú berð alla ábyrgð á allri notkun á þjónustunni í ökutækinu þínu sem tengist reikningnum þínum (þar á meðal í gegnum farsímaforritið), jafnvel þótt þú sért ekki sá sem notar hana og jafnvel þótt þú haldir því fram síðar að notkunin hafi ekki verið heimiluð. Þú berð ábyrgð á því að þjálfa notendur ökutækisins í réttri notkun þjónustunnar. Hvorki okkur né þjónustuveitanda okkar ber skylda til að kanna sérstaklega hvort allir sem nota ökutækið þitt eða fá aðgang að þjónustu í gegnum reikninginn þinn hafi heimild til þess. Þú samþykkir sérstaklega þegar þú notar þjónustuna:
Þú samþykkir að ef þú gerir eitthvað af ofangreindu og við, söluaðilar okkar eða samstarfsaðilar þjónustuveitanda okkar eigum aðilda að réttarkröfum eða málaferlum sem leiða af aðgerðum þínum eða verðum fyrir tjóni á einhvern hátt munt þú bera ábyrgð á útgjöldum okkar vegna málsvarnarinnar og hverju því tjóni, málskostnaði eða öðrum kostnaði sem við þurfum að greiða til hvaða aðila sem vera skal.
9.3 Tilkynning til notenda ökutækis og farþega í ökutæki
Það er alfarið á þína ábyrgð að upplýsa notendur þíns ökutækis um þjónustuna og hvernig hún virkar, hvaða gögnum má safna (t.d. söfnun landupplýsinga um ökutæki) og hvernig þeim gögnum má miðla og hverjar takmarkanir þjónustunnar eru (t.d. að þjónustan virki hugsanlega ekki á afskekktum svæðum). Ef þú velur að virkja eiginleika eins og útgöngubann, Geofence eða hraðatilkynningar ber þér skylda til að upplýsa um að fjarvöktun ökutækisins fari fram með breytum sem þú stillir. Þú samþykkir að upplýsa alla notendur þíns ökutækis um þessa skilmála og persónuverndaryfirlýsingu og upplýsa þá um að þeim beri að hlíta þeim, og þú berð ekki aðeins ábyrgð á því að þú fylgir þessum skilmálum og á notkun þjónustunnar heldur einnig á því að allir ökutækjanotendur og notendur reikningsins þíns eða ökutækisins geri slíkt hið sama, hvort sem þú hefur veitt leyfi fyrir notkuninni eða ekki.
9.5 Heilleiki búnaðarins
Búnaðurinn er ekki ætlaður til aðgangs, viðhalds eða meðhöndlunar af öðrum en hæfu þjónustufólki söluaðila. Þú verður að gæta þess að reyna ekki að fá aðgang að eða gera breytingar á búnaðinum, eða leyfa öðrum einstaklingum (þar á meðal öðrum en hæfum þjónustuaðilum söluaðila sem veita þjónustu við ökutækið þitt) að fá aðgang að eða gera breytingar á búnaðinum. Ef breytingar eru gerðar á búnaði getur það leitt til þess að þjónustan virki ekki sem skyldi og ógilt ábyrgð hans.
9.6 Heilleiki reikningsins þíns
Þú samþykkir að halda upplýsingum þínum á reikningnum þínum alltaf uppfærðum í farsímaforritinu eða með því að hafa samband við okkur. Þú samþykkir að MME geti treyst því að upplýsingarnar á reikningnum þínum séu réttar og hægt sé að nota þær til að hafa samband við þig, þar á meðal, án takmarkana, í þeim tilgangi að tilkynna þér um beiðni um að afturkalla þjónustuna samkvæmt lið 3.1 og um sjálfvirka endurnýjun í bið samkvæmt lið 2.2, og að MME beri ekki ábyrgð á því að þú uppfærir ekki upplýsingarnar þínar á reikningnum þínum.
Þú berð alfarið ábyrgð á því að tryggja öryggi ökutækis þíns, reikningsins þíns, allra tækja sem þú notar til að fá aðgang að þjónustunni, svo sem snjallsíma eða tölvu, hvers konar þjónustu sem þú notar til að fá aðgang að þjónustunni, svo sem interneti heimilis eða fyrirtækis eða farsímaþjónustu, og öllum skilríkjum sem þú notar (t.d. lyklum, PIN-númerum, notendanöfnum, aðgangsorðum, leynilegum spurningum o.s.frv.) til að fá öruggan aðgang að einhverju af þessu. Þú berð ábyrgð á öllum aðgerðum aðila sem nota reikningsupplýsingar þínar, nema þú hafir tilkynnt okkur að öryggi aðgangsupplýsinga þinna eða tækja hafi verið stefnt í hættu, og þú samþykkir að vinna með okkur að úrlalusnum á öryggisvandamálum eða endurstillingu reikningsupplýsinga. Þú samþykkir enn fremur að MME geti, að eigin ákvörðun, meðhöndlað hvern þann aðila sem framvísar skilríkjum þínum sem við teljum fullnægjandi fyrir reikninginn þinn sem þú eða viðurkenndur notandi á reikningi þínum til að birta upplýsingar eða breyta þjónustu.
9.7 Annar búnaður notaður til að fá aðgang að þjónustu
Þú berð ábyrgð á að útvega allan viðbótarbúnað sem þarf til að fá aðgang að þjónustu þegar þú ert ekki í ökutækinu, svo sem snjallsíma eða tölvu, til að setja upp nýjustu útgáfu af öllum farsímaforritum og til að greiða kostnað við net- eða farsímaþjónustu til að fá aðgang að þjónustu í gegnum snjallsíma eða tölvu.
9.8 Fylgni við lög
Þú berð ábyrgð á því að ákvarða hvort aðgerðir sem þú getur framkvæmt með því að nota þjónustuna séu heimilar samkvæmt lögum á þeim svæðum þar sem þú notar ökutækið. Til dæmis kunna staðbundin lög að takmarka rétt þinn til að nota bílflautuna á tilteknum svæðum eða á tímum dags, hvort sem þú stjórnar flautunni innan úr ökutækinu eða með fjarstýringu úr farsímaforritinu þínu. Staðbundin lög geta einnig takmarkað hvort eða hversu lengi nota má ökutæki án þess að fullorðinn ökumaður sé til staðar, til dæmis þegar þú notar fjarstýrða ræsingu til að ræsa ökutækið á köldum degi. Þú getur kynnt þér staðbundin lög á netinu eða hringt í borgaryfirvöld eða staðaryfirvöld til að fá leiðbeiningar um hvar frekari upplýsingar er að finna.
9.9 Trygging fyrir ökutækið þitt
Þér er ljóst að þjónustan kemur ekki í stað ökutækjatryggingar. Það er á þína ábyrgð að gera ráðstafanir um viðeigandi tryggingu fyrir ökutækið þitt, eins og kveðið er á um í lögum þess lands eða lögsögu þar sem þú býrð og eins og kveðið er á um í skilmálum hvers konar samnings sem þú kannt að hafa gert um fjármögnun eða leigu á ökutækinu þínu. Áskriftargjöld tengjast eingöngu virði þjónustunnar, ekki andvirði ökutækisins eða eigna í því, eða kostnaði vegna skemmda eða tjóns sem þú eða nokkur annar hefur orðið fyrir.
9.10 Samþykki fyrir flutningi upplýsinga
Þjónustan er rekin úr tölvubúnaði sem staðsettur er innan Evrópusambandsins. Ef þú ert utan Evrópusambandsins og hefur aðgang að farsímaforritinu eða notar þjónustuna á annan hátt skaltu hafa í huga að upplýsingum sem við söfnum verður safnað og þær geymdar innan Evrópusambandsins. Með því að nota eða fá aðgang að farsímaforriti, með því að nota þjónustuna eða með því að veita okkur upplýsingar í gegnum þjónustuna samþykkir þú slíkan flutning, vinnslu og geymslu á upplýsingum þínum innan Evrópusambandsins.
10.1 Öryggi farsímasamskipta
Þjónustan er háð þráðlausum farsímanetum til að virka. Þótt við og þjónustuveitendur okkar grípum til eðlilegra varúðarráðstafana til að vernda samskipti gegn hlerun er ekki hægt að ábyrgjast fulla vörn gegn hlerunum gagna, smáskilaboða eða annars efnis (svo sem raddgagna) sem er sent um farsímarásir. Þú samþykkir að við og samstarfsaðilar okkar munum ekki bera ábyrgð á neinum aðgerðum þriðju aðila til að ráðast gegn friðhelgi eða öryggi þessara samskipta, að því tilskildu að við höfum gert eðlilegar varúðarráðstafanir.
10.2 Kerfisöryggi
Ef þú telur að einhver einstaklingur sé að reyna að senda skipanir í ökutækið þitt með tæki sem þú hefur ekki heimilað eða hefur nálgast persónuupplýsingar þínar eða gögn ökutækisins á rangan hátt skaltu hafa samband við okkur tafarlaust og veita eins ítarlegar upplýsingar og þú getur um atvikið. Við munum rannsaka málið tafarlaust og grípa til allra ráðstafana sem við teljum raunhæfar og nauðsynlegar við þessar aðstæður til að halda þjónustu þinni eða gögnum öruggum. Ef við teljum að alvarlegt öryggisvandamál sé til staðar áskiljum við okkur rétt til að gera alla þjónustu óvirka án fyrirvara. Við munum senda þér tilkynningu um röskun á þjónustu svo fljótt sem auðið er, með því að nota þær tilkynningarleiðir sem þú kýst (farsímaforrit, smáskilaboð og/eða tölvupóst), og munum beita öllum raunhæfum ráðstöfunum til gera þjónustuna virka aftur eins fljótt og auðið er. Á meðan truflanirnar eru til staðar er ekki víst að þjónustan virki rétt eða virki yfirleitt. Við biðjum þig að uppfæra reikningsupplýsingarnar þínar svo að við getum haft samband við þig ef þörf krefur.
10.3 Tilkynningar til þín vegna öryggisvandamála
Ef við teljum að óviðkomandi aðili geti sent óheimilar skipanir til ökutækis þíns á þann hátt sem við teljum að geti skaðað þig eða notendur ökutækis þíns munum við reyna að láta þig vita tafarlaust með því að nota skráðar reikningsupplýsingar og fara að öllum lögum sem eiga við um aðstæðurnar. Ef við teljum að alvarlegt öryggisvandamál sé til staðar áskiljum við okkur rétt til að gera alla þjónustu óvirka án fyrirvara. Við munum senda þér tilkynningu um röskun á þjónustu svo fljótt sem auðið er, með því að nota þær tilkynningarleiðir sem þú kýst (farsímaforrit, smáskilaboð og/eða tölvupóst), og munum beita öllum raunhæfum ráðstöfunum til gera þjónustuna virka aftur eins fljótt og auðið er. Á meðan truflanirnar eru til staðar er ekki víst að þjónustan virki rétt eða virki yfirleitt. Við biðjum þig að uppfæra reikningsupplýsingarnar þínar svo að við getum haft samband við þig ef þörf krefur.
11.1 Umfang ábyrgðar fyrir búnað og þjónustu
Ökutækið þitt kann að vera með takmarkaða ábyrgð sem felur í sér búnaðinn sem settur er upp í ökutækinu og er nauðsynlegur til að fá aðgang að og nota þjónustuna (saman „kerfið“), þar á meðal fjarvirknibúnaðinn. Þótt MME muni sinna þjónustunni af sanngirni og kostgæfni ábyrgist MME þó ekki: a) frammistöðu þriðja aðila; b) að þjónustan muni uppfylla þarfir þínar; c) að þjónustan muni starfa án truflana; eða d) að þjónustan verði villulaus.
11.2. Takmörkun ábyrgðar okkar
Þú samþykkir að við berum ekki bótaskyldu vegna og berum enga ábyrgð á tapi eða tjóni sem telst ekki fyrirsjáanleg afleiðing af brotum okkar. Við berum enga ábyrgð á beinu tjóni eða öðru tjóni sem stafar af misnotkun þinni á þjónustunni, einkum broti á kafla 9.2, búnaðinum eða ökutækinu þínu, eða vanrækslu á viðhaldi ökutækisins eða vanrækslu á að fylgja leiðbeiningum um notkun þjónustunnar. Bótaábyrgð okkar gagnvart þér vegna hvers kyns tjóns sem rekja má til aðgerða í tengslum við þessa skilmála verður ekki hærri en sú fjárhæð sem þú greiddir MME fyrir þjónustuna samkvæmt þessum skilmálum á tólf (12) mánaða tímabilinu fyrir síðustu aðgerð sem leiddi til slíkrar bótaábyrgðar. Þessar takmarkanir eiga við hvort sem þú gerir kröfu samkvæmt samningalögum eða skaðabótarétti. Þessar takmarkanir gilda ekki um skaðabætur vegna dauðsfalls eða líkamstjóns eða tjóns af völdum vanrækslu okkar.
11.3 Enginn málskotsréttur gegn þjónustuveitendum þriðju aðila
Við gerum samninga við þjónustuveitur þriðju aðila til að veita þér þjónustuna, þar á meðal veitendur þráðlausrar nettengingar, rekstraraðila þjónustuversins, framleiðanda búnaðarins, þróunaraðila farsímaforritsins og aðra. Samningurinn þinn er hins vegar við MME og þú hefur ekki rétt á að höfða mál gegn þjónustuveitendum þriðja aðila vegna brota á samningi eða ábyrgð. Þú gætir átt rétt á að höfða mál gegn þjónustuveitendum þriðja aðila ef þú telur að vanræksla þeirra eða gagnrýnivert athæfi hafi skaðað þig. Fyrirvarar varðandi ábyrgð, takmarkanir á ábyrgð og önnur vernd þessara skilmála ná einnig til þessara þriðju aðila.
11.4 Breyting á skilmálum
Ef þörf er á breytingum á þessum skilmálum er æskilegt að þær verði staðfestar skriflega. Öll þjónusta sem við veitum þér fellur undir þessa skilmála, ásamt öllum fyrri skriflegum eða munnlegum yfirlýsingum okkar eða fulltrúa okkar.
Við, þjónustuveitendur þriðja aðila og leyfisveitendur okkar og leyfisveitendur þeirra eigum allan hugbúnaðinn og vélbúnaðartæknina (bæði í frum- og hlutakóð og farsímaforritin. Þetta eignarhald nær til hvers konar höfundarréttar, einkaleyfa, einkaleyfisumsókna og viðskiptaleyndarmála sem notuð eru í þeirri tækni. Eins og á milli aðila á MME einnig allan hugverkarétt á hvaða efni sem er og á öllum alþjóðlegum vörumerkjum og þjónustumerkjum sem við og þjónustuveitendur okkar notum í tengslum við þjónustuna. Þú lofar að (a) nota ekki eða leyfa notendum ökutækisins að nota efni sem þú færð í gegnum þjónustuna í öðrum tilgangi en sem notandi þjónustunnar, eða (b) reyna ekki að vendismíða tæknilausnir okkar til að komast yfir viðskiptaleyndarmál okkar eða frumkóða, nema samkvæmt sérstöku leyfi frá okkur.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skapar vettvang fyrir rafræna úrlausn ágreinings. Þú getur sent inn kvörtun í gegnum rafræna vettvanginn til lausnar deilumálum á https://ec.europa.eu/consumers/odr ef það er leyfilegt samkvæmt lögum í þínu landi og ef þú ert neytandi.
Við eigum ekki aðild að neinu kerfi fyrir kvartanir og úrlausn mála utan réttar.
Þessir skilmálar falla undir gildandi lög í Hollandi (að undanskildu því sem fellur undir sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja). Hins vegar, ef þú ert neytandi, skulu öll lög eða reglugerðir, sem eru þér í hag og sem eru lögboðin í því landi þar sem þú hefur fasta búsetu, ganga framar hollenskum lögum.
Dómstólar í Amsterdam (Hollandi) skulu einir hafa lögsögu yfir öllum deilumálum milli þín og okkar sem tengjast áskrift þinni að farsímaforritinu og þjónustunni nema annar dómstóll sé hæfur samkvæmt gildandi lögum.
15.1 Hvernig skal hafa samband við okkur
Ef þú hefur spurningar eða kvartanir vegna áskriftar þinnar að forritinu og þjónustunni getur þú haft samband við connected.car.services@mitsubishi-motors-euro.com eða skoðað samskiptaupplýsingarnar í gegnum farsímaforritið.
Ef við þurfum að hafa samband við þig notum við upplýsingarnar sem við höfum um reikninginn þinn. Þú berð ábyrgð á að uppfæra samskiptaupplýsingar þínar ef þær breytast. Allar skriflegar tilkynningar frá þér sem krafist er samkvæmt þessum skilmálum teljast mótteknar þegar við fáum þær sendar á heimilisfang okkar sem gefið er upp hér að neðan. Allar skriflegar tilkynningar frá okkur sem krafist er samkvæmt þessum skilmálum teljast mótteknar þegar við sendum þér þær með tölvupósti á hvert það netfang sem þú gafst okkur upp, eða tveimur dögum eftir að við sendum þær með bréfpósti, miðað við póstmerktan dag, á síðasta skráða greiðslupóstfang fyrir þig í reikningsupplýsingunum þínum.
15.2 Brottfall ákvæða og engin undanþága
Ef dómstóll eða gerðardómsmaður telur einhvern hluta þessara skilmála ógildan verður eftir sem áður hægt að framfylgja öðrum hlutum skilmálanna. Þetta telst einnig vera bindandi fyrir erfingja þína og arftaka og arftaka okkar. Engin undanþága frá neinum hluta þessara skilmála, eða brot á þessum skilmálum, í einu tilviki krefst þess að við veitum undanþágu frá öðrum tilvikum eða brotum. Í SUMUM TILVIKUM GÆTUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ VEITA ÞÉR ÞJÓNUSTU AF FÚSUM OG FRJÁLSUM VILJA JAFNVEL ÞÓTT ÞÚ UPPFYLLIR EKKI SKILYRÐI OKKAR. ÞETTA ER EKKI UNDANÞÁGA EÐA KRAFA UM AÐ VIÐ GERUM SLÍKT AFTUR.
15.3 Uppfærslur á skilmálum
MME áskilur sér rétt til að breyta, breyta, endurgera eða skipta út einhverjum hluta þessara skilmála hvenær sem er, en MME mun leggja sig fram um að ganga úr skugga um að þessar breytingar hafi ekki í för með sér óvæntar og ófyrirsjáanlegar breytingar. Ef MME gerir einhverjar breytingar tilkynnum við þér um slíkar breytingar og gildistökudag þeirra með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem þú gafst upp í farsímaforritinu. Þú telst hafa samþykkt endurskoðuðu skilmálana ef þú heldur áfram að nota þjónustuna eftir gildistökudag slíkra breytinga. Ef þú samþykkir ekki breytingarnar er eina úrræði þitt að nota ekki þjónustuna eða segja upp áskrift að þjónustupakkanum og/eða fara fram á að búnaðurinn verði gerður óvirkur í samræmi við kafla 3 (Uppsögn og riftun) hér að ofan.
Með því að smella á hnappinn „Samþykkja“ veitir þú rafræna undirskrift og samþykkir að þú hafir lesið þessa skilmála (þ.m.t. persónuverndaryfirlýsinguna) og samþykkir að hlíta þessum skilmálum, hvort sem þú hefur lesið þá eða ekki. Þú lýsir því yfir að þú hafir heimild til að fá aðgang að og nota þjónustuna. Þú samþykkir að þú hafir náð 18 ára aldri og að þú getir gengið að þessum skilmálum með löglegum hætti. Enn fremur samþykkir þú að gera öllum öðrum ökutækjanotendum grein fyrir þessum skilmálum og að þeir falli undir þessa skilmála. Þú berð alla ábyrgð og skaðabótaábyrgð á notkun þjónustajónustunnar fyrir ökutækið þitt, jafnvel þótt þú sért ekki sá sem notar þjónustuna eða ökutækið, og jafnvel þótt þú haldir því fram síðar að notkun slíks aðila hafi verið óheimil.
Mitsubishi Motors Europe BV (“ MME “, ” við “, ” okkur ” eða ” okkar “) veitir tengda bílaþjónustu með My Mitsubishi Motors appinu. Þessir skilmálar gilda um notkun appsins og tengdu bílaþjónustunnar .
Þú verður að lesa þessa skilmála og skilyrði vandlega áður en þú gerist áskrifandi að My Mitsubishi Motors appinu og tengdri bílaþjónustu. Með því að gerast áskrifandi að My Mitsubishi Motors appinu og tengdu tengdu bílaþjónustunni gerir þú samning við MME um notkun á My Mitsubishi Motors appinu og tengdu tengdu bílaþjónustunni. Þessi samningur verður háður þessum skilmálum og skilyrðum.
Að því er þetta skjals varðar:
” Umsókn ” eða ” My Mitsubishi Motors App ” vísar til hugbúnaðarforritsins “My Mitsubishi Motors” sem MME veitir aðgang að þjónustunni. Umsóknin felur einnig í sér efni, hugbúnað, forrit, verkfæri (forritun, leiðsögukerfi o.s.frv.), gagnagrunna, stýrikerfi, skjöl og alla aðra þætti og þjónustu sem mynda það, uppfærslur og nýjar útgáfur sem MME getur uppfært íforritinu;
” Efni ” merkir, án takmarkana, uppbyggingu forritsins, efni frá framleiðanda, teikningar, myndskreytingar, myndir, ljósmyndir, grafískar stofnskrár, vörumerki, lógó, skammstafanir, fyrirtækjanöfn, hljóð- og myndverk, margmiðlunarverk , myndefni, hljóð- og hljóðefni. , sem og hvers kyns annað efni sem er til staðar í forritinu og/eða vefsíðunni;
„ Þjónusta “ vísar til hinna ýmsu eiginleika og tengdra bílaþjónustu sem tengjast ökutækinu og er veitt í gegnum forritið ;
“ Skilmálar og skilyrði ” merkir þessa skilmála og skilyrði;
„ Notandi “, „ þú “ eða „ þinn “ vísar til einstaklings sem hefur gerst áskrifandi að þjónustunni;
” Ökutæki ” vísar til sérhvers Mitsubishi ökutækis sem styður veitingu þjónustunnar.
Aðgengi að allri þjónustunni eða hluta hennar fer eftir (i) gerð ökutækisins, (ii) tegund tengingar við ökutækið, (iii) gildri áskrift að þjónustunni og (iv) fyrstu skráningu ökutækis.Áskrift þín að þjónustunni er háð því að þú hafir My Mitsubishi Motors reikning, að ökutækið þitt sé virkt og að þú hafir samþykkt þessa skilmála og skilyrði.Með fyrirvara um aðgengisskilyrði sem vísað er til hér að ofan, er úrval af tengdum þjónustum í boði.Þjónustan felur í sér eftirfarandi:
Forritið er aðgengilegt á nýlegustu snjallsímum eða spjaldtölvum.Hægt er að hlaða því niður ókeypis á Apple iOS og/eða Android tæki notandans frá Apple Store og Google Play Store.
Til að nota þjónustuna verður notandinn að skrá sig fyrir og viðhalda virkum persónulegum notendareikningi.Þegar My Mitsubishi Motors App er notað fyrst, þarf notandinn að búa til reikning með skráningareyðublaðinu.Þegar reikningurinn hefur verið stofnaður verður notandinn beðinn um að staðfesta skráningu sína með tölvupósti.Aðgangur að þjónustunni er gerður með því að slá inn netfang og lykilorð.Ef reikningurinn er óvirkur í þrjú (3) ár samfleytt er notendareikningnum lokað.
Tenging ökutækjaNotkun á þjónustu og eiginleikum forritsins krefst þess að farsímatækið þitt og ökutæki hafi hagnýta getu og rekstraraðgengi farsímakerfisins.Pörun ökutækjaSamtenging milli farsímans sem forritinu hefur verið hlaðið niður á og ökutækis notanda á sér stað með því að auðkenna ökutækið fyrirfram á reikningi notanda.Hægt er að skrá nokkur ökutæki á sama notandareikning.Fínstilltur aðgangur að þjónustu krefst:
MME veitir notandanum persónulegan, óeinkaðan, afturkallanlegan, óframseljanlegan, um allan heim og ókeypis rétt til að nota forritið, efnið og þjónustuna eingöngu í eigin tilgangi notandans.Notandinn öðlast ekki nein réttindi í forritinu, efninu og/eða þjónustunni öðrum en þeim sem sérstaklega eru veitt hér.
Notandi skuldbindur sig til að:
Ef notandi hyggst lána einhverjum ökutækið til tímabundinnar notkunar ber notanda að tilkynna viðkomandi að ökutækið sé tengdur bíll og að notandi geti fylgst með ökutækinu og aksturshegðun viðkomandi. Notandinn ber ábyrgð á að tryggja friðhelgi hvers annars sem notar ökutækið.
Þegar þú selur eða á annan hátt framselur eignarhald á ökutæki þínu, eða ef um þjófnað eða tap er að ræða, þarftu að fjarlægja ökutækið úr My Mitsubishi Motors appinu þínu. Að auki, ef þú selur eða flytur ökutækið, verður þú að upplýsa kaupanda eða framsalshafa um stöðu tengds bíls ökutækisins og að þeir hafi möguleika á að gerast áskrifendur að þjónustunni í gegnum eigin My Mitsubishi Motors reikning þar sem ekki er leyfilegt að millifæra þjónustuna við nýja eiganda eða framsalshafa.
MME skuldbindur sig til að gera sitt besta til að veita öruggan aðgang, ráðgjöf og notkun á forritinu.
Þó að MME hafi innleitt fjölmargar tæknilegar og skipulagslegar varnir til að tryggja gæði og öryggi forritsins og þjónustunnar, getum við ekki ábyrgst að:
Aðgangur að og notkun á forritinu er á eigin ábyrgð notandans. Að því marki sem gildandi lög og reglur leyfa, tekur MME enga ábyrgð á notkun forritsins eða þjónustunnar né gefur neina ábyrgð , beinlínis eða óbein, með tilliti til hraða, frammistöðu eða gæði forritsins eða þjónustunnar. Aðgangi að forritinu eða þjónustunni gæti verið lokað tímabundið og reglulega af tæknilegum ástæðum; td vegna, en ekki takmarkað við, tæknileg og önnur inngrip sem gerðar eru á kerfum MME til að tryggja eðlilega virkni þjónustunnar eða endurbætur hennar (viðhald, hugbúnaðaruppfærslur kerfa o.s.frv.), eða bilana í fjarskiptakerfum sem rekja má til. til símafyrirtækja.
MME mun gera allar sanngjarnar ráðstafanir til að laga eins fljótt og auðið er allar truflanir eða ónákvæmni sem hafa áhrif á forritið eða þjónustuna.
Að því marki sem lögboðin gildandi lög leyfa, afsalar MME sig hér með allri ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni eða tjóni, hvort sem það stafar af vanrækslu, samningsrofinu eða öðrum aðstæðum, þar með talið en ekki takmarkað við tap á hagnaði, viðskiptavild, gögn, tekjur, velta, viðskipti, orðspor, tækifæri, truflanir í viðskiptum eða væntanlegur sparnaður.
Í öllum tilvikum verður MME leyst undan allri ábyrgð:
Þrátt fyrir önnur ákvæði í skilmálum og skilmálum, undanþiggur MME ekki eða takmarkar ábyrgð sína á dauða eða líkamstjóni af völdum okkar (nema ef það tengist framboði eða gæðum neyðarþjónustunnar, ef neyðaraðstoð eða þátttaka lögreglu kemur ekki fram, eða ef það eru tafir eða villur í ferlinu); fyrir svik, sviksamlega rangfærslu, stórkostlegt gáleysi eða vísvitandi misferli sem MME, starfsmenn okkar eða umboðsmenn hafa framið; eða vegna taps eða tjóns sem við getum ekki takmarkað eða útilokað samkvæmt gildandi lögboðnum lögum.
Í tengslum við notkun forritsins eða þjónustunnar eru persónuupplýsingar þínar unnar með þeim skilyrðum sem lýst er í gagnaverndartilkynningu MME um ökutæki, sem er aðgengileg hér.
Umsóknin er vernduð af hugverka- og/eða iðnaðarrétti .
Ljósmyndirnar, textarnir, slagorðin, teikningarnar, myndirnar, hreyfimyndirnar með eða án hljóðs, svo og öll verk sem eru samþætt forritinu og þjónustunni, eru eign MME eða þriðja aðila sem hefur heimilað MME að nota þær.Öll endurgerð, framsetning, notkun eða breyting, með hvaða hætti sem er og á hvaða miðli sem er, á öllu eða hluta forritsins, án þess að hafa fengið fyrirfram leyfi frá MME, er stranglega bönnuð og telst brot á regluverki.
Heiti My Mitsubishi Motors (nafn forritsins og vefsíðunnar) og Mitsubishi Motors, nöfn ökutækjagerðanna sem Mitsubishi Motors býður upp á, slagorð og einkennismerki eru, nema annað sé tekið fram, vörumerki skráð af Mitsubishi Motors Corporation eða þriðju aðilum sem hafa heimilað Mitsubishi Motors Corporation til að nota þá.
Fjölföldun, eftirlíking, notkun eða áfesting þessara vörumerkja án fyrirfram leyfis MME eða viðkomandi eigenda þeirra telst brot á broti.
Notandanum er óheimilt að afrita, breyta, afrita, í heild eða að hluta, í hvaða formi sem er, upplýsingarnar og þættina sem birtast á forritinu, né hafa afskipti af þjónustunni, né bregðast við á þann hátt sem brýtur gegn hugverkarétti MME og þriðju aðilum sem hafa heimilað MME að nota þau.
Þú hefur rétt til að segja upp áskrift þinni að þjónustunni hvenær sem er án þess að greiða neinar bætur. Uppsögn er hægt að ná með því að fjarlægja Ökutækið þitt af My Mitsubishi Motors reikningnum þínum. Þú ættir að vera meðvitaður um að, með því að hætta áskrift muntu ekki lengur geta notað þjónustuna fyrir ökutækið þitt.
Við áskiljum okkur rétt til að fresta eða segja upp einhliða þjónustunni í heild eða hluta og/eða áskrift þinni að þjónustunni, að eigin geðþótta, án þess að greiða neinar bætur ef eitthvað af eftirfarandi kemur upp:
Við gætum sagt upp áskrift þinni að öllu eða hluta þjónustunnar hvenær sem er ef við ákveðum að hætta öllum eða hluta þjónustunnar fyrir alla notendur almennt eða fyrir alla notendur í einu eða fleiri löndum, með því að veita þér hæfilegan fyrirvara.
Þetta ákvæði á aðeins við ef þú ert neytandi.
– AfturköllunarrétturÞú hefur rétt til að falla frá þessum samningi innan fjórtán (14) daga án þess að gefa upp neina ástæðu. Afturköllunarfrestur rennur út eftir fjórtán (14) daga frá þeim degi sem samningur er gerður.
Til að nýta afturköllunarréttinn verður þú að tilkynna okkur um ákvörðun þína um að falla frá þessum samningi með ótvíræðri yfirlýsingu (td bréfi sent í pósti eða tölvupósti). Þú getur notað líkan afturköllunareyðublaðsins sem sett er fram í viðauka I við þessa skilmála og skilyrði, en það er ekki skylda.
Til að standast afturköllunarfrestinn er nóg að þú sendir skilaboð um nýtingu þína á afturköllunarréttinum áður en fresturinn er liðinn.
– Áhrif afturköllunarEf þú hættir við þennan samning munum við endurgreiða þér allar greiðslur sem þú hefur fengið frá þér, þar með talið kostnað við afhendingu (að undanskildum aukakostnaði sem hlýst af vali þínu á annarri tegund af afhendingu en ódýrustu gerð staðlaðrar sendingar sem boðið er upp á. af okkur), án ástæðulausrar tafar og í öllum tilvikum eigi síðar en 14 dögum frá þeim degi sem okkur var tilkynnt um ákvörðun þína um að falla frá samningi þessum. Við munum framkvæma slíka endurgreiðslu með sama greiðslumáta og þú notaðir við upphaflegu viðskiptin, nema þú hafir sérstaklega samþykkt annað; í öllum tilvikum mun þú ekki bera nein gjöld vegna slíkrar endurgreiðslu.
Ef þú baðst um að hefja þjónustu á afturköllunartímabilinu, skalt þú greiða okkur upphæð sem er í réttu hlutfalli við það sem hefur verið veitt þar til þú hefur tilkynnt okkur afturköllun þína frá þessum samningi, í samanburði við heildarumfang samningsins.
Þessir skilmálar falla undir lög í Hollandi (að undanskildum samningi Sameinuðu þjóðanna um samninga um alþjóðlega sölu á vörum) . Hins vegar, ef þú ert neytandi, munu öll lög eða reglugerðir sem eru þér ívilnandi og sem eru lögboðnar í landinu þar sem þú hefur fasta búsetu ganga framar lögum í Hollandi.
Dómstólar í Amsterdam (Hollandi) skulu hafa einir lögsögu yfir öllum deilum milli þín og okkar í tengslum við áskrift þína að umsókninni og þjónustunni, nema annar dómstóll sé bær samkvæmt gildandi lögboðnum lögum.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur komið á fót netvettvangi fyrir lausn deilumála á netinu (“ODR vettvangur”).
Ef það er leyft samkvæmt lögum í þínu landi og ef þú ert neytandi hefurðu möguleika á að leggja fram kvörtun í gegnum ODR vettvanginn með því að fara á https://ec.europa.eu/consumers/odr.
Við tökum ekki þátt í neinum kvörtunar- og úrbótakerfi utan dómstóla.
Ekkert afsalSú staðreynd að annar aðilanna beitir ekki ákvæði skilmála þessara skal ekki túlkað sem tímabundið eða endanlega afsal á ávinningi viðkomandi ákvæðis sem verður áfram í gildi.
Ógilding ákvæðisEf eitt eða fleiri ákvæði skilmála þessara eru dæmd ógild, ógild eða óskrifuð samkvæmt gildandi reglugerðum, breytingum eða í kjölfar endanlegrar niðurstöðu þar til bærs dómstóls skulu hin ákvæðin halda fullu gildi.
Force MajeureTeljast beinlínis tilvik um óviðráðanlegar aðstæður, til viðbótar þeim sem venjulega eru geymdar af gildandi landsvísu, takmarkanir stjórnvalda og laga og breytingar, tölvubilanir og fjarskiptastíflur, bilanir á netþjónum og hvers kyns önnur tilvik sem MME hefur ekki stjórn á.
Samband og kvartanirEf þú hefur spurningar eða kvartanir varðandi áskrift þína að forritinu og þjónustunni geturðu haft samband við MME í gegnum www.mitsubishi-motors-europe.com. Við munum gera okkar besta til að bregðast skjótt við og í samræmi við lög.
BreytingarMME áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum einhliða hvenær sem er. Breytingar munu öðlast gildi þegar MME birtir slíka uppfærða skilmála og skilyrði. Þú getur nálgast nýjustu útgáfu þessara skilmála og skilmála í gegnum forritið. Ef við gerum verulegar breytingar á þessum skilmálum munum við tilkynna þér það á réttan hátt og ef þú segir ekki upp áskrift þinni innan þrjátíu (30) almanaksdaga frá því að þú fékkst slíka tilkynningu, telst þú hafa samþykkt breytingarnar og þær breyttu. útgáfa af skilmálum og skilyrðum verður bindandi fyrir þig.
This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognizing you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.
Strictly Necessary Cookie should be enabled at all times so that we can save your preferences for cookie settings. These cookies are necessary for the proper functioning of the site, and therefore cannot be deactivated. They are generally used to make the content and functionalities of the site available to you or to carry out the actions you initiate (e.g.: remembering your cookie choices or allowing you to authenticate on the site).
This website uses Google Analytics to collect anonymous information such as the number of visitors to the site, and the most popular pages.
More information about our Cookie Policy